Last modified: nóvember 23, 2022

Staða skráninga og hvað þær þýða

Þessi hluti er um meðhöndlun aðsendra skráninga í AjourInspect/QA. Á hverjum degi, verandi notandi Ajour System, muntu fá sendan tölvupóst. Þessi tölvupóstur mun upplýsa þig um þær skráningar sem þú hefur ekki, að svo stöddu, framkvæmt. Hægt er að skrá mismunandi stöður á skráningar og hver staða er með sinn einkennislit eins og sýnt er hér að neðan.

1. Búin til (Gul)

Þessi staða á við allar skráningar sem þú hefur búið til en ekki lokið við.

2. Fullkláruð skráning (Blá)

Þessi staða er gefin af móttakanda skráningarinnar. Þessi staða sýnir fram á að viðtakandi skráningarinnar (verktaki) hafi lagfært umræddann galla sem skráningin snýst um og skráð lagfæringuna.

Ekki gleyma að setja inn mynd sem sýnir lagfæringuna. (Til þess að sendandinn geti staðfest að þú hafir við á svæðinu til að staðfesta lagfæringuna áður en þú breyttir stöðunni)

3. Hafnað (Fjólublá)

Þessi staða er einnig gefin af viðtakandanum. Þessi staða er gefin komi upp sú staða að viðtakandinn geti ekki samþykkt gallann né ætli sér að lagfæra gallann sem skráningin snýst um.

Ekki gleyma að bæta við athugasemd um afhverju þú getur ekki samþykkt skráninguna. (Svo sendandinn viti ástæðina á bakvið þá ákvörðun)

4. Höfnun sendanda (Rauður)

Þessi staða er gefin af sendanda þegar viðtakandi hefur skráð umræddan galla lagfærðan (Blár) eða hafnaðan (Fjólublár), og sendandinn getur ekki samþykkt lagfæringuna eða höfnunina.

Ekki gleyma að bæta við athugasemd sem skýrir ástæðurnar á bakvið ákvörðun þína.(Svo sendandinn viti afhverju þú getur ekki samþykkt lagfæringuna eða höfnun skráningarinnar)

5. Samþykkt (Grænn)

Þessi staða er gefin af sendanda. Þetta er gert eftir að gallinn hefur verið lagfærður af viðtakanda skráningarinnar. Sé lagfæringin fullgerð er gallinn/vandamálið samþykkt

Was this article helpful?
Dislike 0