Útskýringar á notendaheimildum í Ajour System
Stjórnun heimilda er undir notendastjórnun í Ajour. Þegar notandi er valin er í kjölfarið hægt að velja eiginleika sem heimild notandans felur í sér. Heimildatré birtist sem er stigaskipt uppdeilun af heimildum innan Ajour.

Ath. Það er hægt að halda músinni yfir hverja heimild fyrir sig á heimasíðunni til að fá upp útskýringu á því hvað hver heimild felur í sér.

Hlutverk
Nafn hlutverks | Einingar | Hlutverkalýsing |
Stig 1 / Kerfisstjóri | AjourInspect, AjourQA, AjourBox, AjourFM, AjourTender Kerfisstjórnunarsniðmát | Kerfisstjórinn er sá sem almennt sér um vettvang Ajour í tengslum við t.d. : – Veldu A- eða B- heimild. – Sjá um fyrirtækjaflokka sniðmátið í Inspect og QA. – Búa til/eyða verkum. – Notandinn hefur fulla heimild og hefur venjulega aðgang að öllum verkum. |
Stig 2 / Verkleiðtogi | AjourInspect, AjourQA, AjourBox, AjourFM, AjourTender Kerfisstjórnunarsniðmát | Verkleiðtoginn er sá sem sér um verkið innan Ajour og getur t.d.: – Stýrt notendum innan þeirra eigin verka. – Sett upp flokka fyrir verk innan Inspect/QA. – Stýrt AjourInspect, AjourQA, AjourFM, AjourTender og AjourBox. |
Stig 3 / Verkstjóri | AjourInspect, AjourQA, AjourBox, AjourFM | Verkstjórinn er sá sem notar Ajour fyrir verkefni í gegnum vinnudaginn og hefur t.d..: – Aðgang að öllum sérstökum verksvæðum innan AjourBox en getur ekki búið til eða eytt öðrum fyrirtækjaskrám. – Aðgang að öllu sem AjourFM hefur uppá að bjóða að undanskildum möguleikanum til að eyða annarra manna BD-kortum. – Fullan aðgang að AjourInspect/QA en getur þó ekki lagað eða eytt skráningum sem önnur fyrirtæki hafa búið til. – Sett upp flokka fyrir verk innan Inspect/QA. |
Stig 4 / Verkráðgjafi | Ráðgjafastig: AjourBox, AjourFM. Notandastigl: AjourInspect, AjourQA | Verkráðgjafinn er sá sem t.d..: – Getur geymt skrár í AjourBox og uppfært þær með nýjum útgáfum en getur þó ekki birt þær öðrum né eytt skrám sem eru í eigu annarra fyrirtækja. – hefur fullan aðgang að AjourFM en getur ekk eytt annarra manna BD-kortum. – Getur notað AjourInspect og AjourQA samkvæmt þeirra heimild. |
Stig 5 / Notandi | AjourInspect, AjourQA, AjourBox, AjourFM | Almennur notandi getur t.d.: – Séð skráningar sem hann sjálfur eða samstarfsaðilar hans hafa gert, eða þær sem þeir eru skráðir sem móttakendur fyrir. – Sett inn athugasemd og skráð stöðu á eigin eða áskráðum skráningum í AjourInspect og AjourQA. – Hlaða inn og skoðað skrár í AjourBox í áskráðum og opinberum möppum. – Búið til og fyllt út BD-kort í AjourFM. |
Stig 6 / Áhorfandi | AjourInspect, AjourQA, AjourBox, AjourFM | Áhorfandi getur t.d.: – Skoðað allar skráningar í AjourInspect og AjourQA. – Skoðað skrár í AjourBox í áskráðum og opinberum möppum. – Skoðað öll BD-kort. |
Stig 7 / AjourBox notandi | AjourBox | AjourBox notandi getur hlaðið upp og skoðað skrár í AjourBox sem eru skráðar á hann eða eru í opinberum möppum. |
Stig 8 / AjourTender notandi | AjourTender | AjourTender notandi getur einungis tekið þátt í útboðum. Allir notendur geta tekið þátt í útboðum. |