Last modified: nóvember 23, 2022

Búa til skráningu með teikningu

Velja teikningu

Uppl: Talan sem stendur fyrir aftan hverja möppu / teikningu segir þér hversu margar skráningar á teikningunni tengjast þér.

1. Til að byrja skráninguna þarf að athuga fyrst hvort þú hafir valið réttu glósutegundina. Það gerirðu með því að skoða efst á skjánum. Hér hefur „Úttektir“ verið valið.

Þú þarft þáað finna teikninguna sem þú vilt búa skráninguna til með.

2. Ofarlega æa skjánum eru ljósbláir reitir sem benda þér í átt að möppum sem þú getur valið úr og geyma myndir.

3. Neðar á skjánum eru hvítir reitir sem sýna þær myndir úr þeirri möppu sem þú hefur valið.

Hér veljum við teikninguna „A1-1 – Site_a_RB“ sem dæmi.

Setja inn skráningarmerki á teikningu

Þegar þú hefur valið teikningu frá verkefnisyfirlitinu, mun teikningin birtast á skjánum. Þegar þú smellir á þann stað sem þú vilt staðsetja skráninguna birtist þar bendill. Þú getur einnig valið að virkja „fleiri“ í tækjastikunni neðst á skjánum sem gerir þér kleift að tengja fleiri bendla við skjáninguna.

Þegar þú hefur valið þá staði sem þú vilt merkja á teikningunni smelltu þá á „Í LAGI„, þám un skráningargluggi opnast þar sem þú getur klárað skráninguna.

TIP: Ajour System mælir með að bæta aðeins við einu merki á hverja skráningu Ef þú bætir við fleiri merkingum getur verið erfiðara að sjá hvaða mynd tilheyrir hvaða merkingu.

Skráningarglugginn

1. Veldu skráningarflokk

2. Veldu samningaaðila, verk- og stjórnunarpunkta.

3. Skrifaðu nákvæma lýsingu á skráningunni með því að smella á textareitinn. Smelltu á táknmyndina til hægri til þess að nota eldri texta.

4. Búðu til eina eða fleiri mynd eða veldu úr myndaalbúminu.

Þegar þú hefur klárað að fylla út skráningarformið skaltu smella á „tilbaka“ til þess að fara aftur í teikninguna.

ATH: Þú þarft ekki að vista upplýsingarnar, appið gerir það sjálfkrafa. Gögnunum hefur þó ekki enn verið hlaðið til kerfisins en þú þarft að samstilla tækið þitt við Ajour kerfið þitt til að hlaða gögnunum upp,lestu þessa grein um samstillingu tækja.

Was this article helpful?
Dislike 0