Last modified: september 19, 2022

Búa til skráningu í gegnum Ipad appið

Þessar leiðbeiningar kenna þér að skref fyrir skref aðbúa til nýja skráningu.

Eftir að þú skráir þig inn og velur verkefni, muntu sjá verkyfirlitið. Þaðan þarftu að velja teikningu(1) sem þú vilt nota til þess að búa til skráningu á eða smella á gula „+„(2) hnappinn.

ATH: ef þú ákveður að nota gula „+“ hnappinn mun skráningin vera búin til án þess að það sé teikning tengd við hana.

Þegar þú hefur opnað teikninguna, skaltu einfaldlega smella á þá staðsetningu sem þú vilt hafa skráninguna (1), þá bætist gult merki inná teikninguna og opna valmyndarmöguleika.

 1. Þetta er gula merkið sem birtist þegar þú bætir skráningarmerki á teikningu.
 2. Þetta mun búa til skráninguna og opna skráningarviðmótið.
 3. Þetta gerir þér kleift að setja niður mörg merki fyrir eina skráningu. Notaðu þetta ef þú vilt skrá skráninguna á marga staði á teikningunni.
 4. Þetta mun eyða merkinu.

Smellir þú á OK mun Skráningarviðmótið opnast. Héðan þarftu að fylla út allar upplýsingar um skráninguna.

 1. Valin teikning og teikningar í boði í verkmöppunni, notaðu þetta ef þú vilt breyta teikningunni á skráningunni.
 2. Veldu hóp
 3. Undirflokkar 1, 2 og 3
 4. Þetta er gátlista hnappur. Hann sýnir þá undirflokka sem tengdir eru við gálista.
 5. Hér getur þú lýst skráningunni. Þú getur einnig skoðað fyrri lýsingar með því að smella á hnappinn til hægri, þar getur þú notað eldri lýsingar sem þú hefur skrifað í þessa skráningu.
 6. Bættu við mynd í skráninguna og sjáðu þær myndir sem eru nú þegar tengdar við hana.

Til að mæta mynd við skráninguna skaltu smella á mynda hnappinn (6). Það fer með þig í myndavélaham.

 1. Efsta táknið lagar myndbirtu. Neðsta táknið mun opna myndagalleríið þitt og gerir þér kleift að velja úr þeim myndum sem þú hefur þegar tekið.
 2. Þetta lokar myndavélahamnum á nú.
 3. Þetta tekur mynd.

Þegar þú hefur tekið mynd koma upp fleiri valmöguleikar til vinstri.

 1. Veldu þann lit sem þú vilt teikna eða skrifa með.
 2. Teiknaðu fríhendis á myndina.
 3. Búðu til svæði fyrir texta svo þú getir skrifað á myndina.
 4. Býr til ferning.
 5. Afturkallar það seinasta sem þú gerðir (Teikninguna, textann eða ferninginn)
 6. Eyða þessari mynd.
 7. Afturkalla þessa mynd (þú getur tekið nýja mynd strax í kjölfarið)
 8. Vista myndina

Þegar þú hefur lokið þessi, skaltu einfaldlega vista myndina og senda skráninguna til einstaklingsins sem þarf að skoða hana.

Smelltu á gula skráningarhnappinn til þess að opna viðtakendagluggann.

 1. Viljir þú vista viðtakandann fyrir seinni skráningar getur þú smellt á „muna viðtakenda“. Þetta mun sjálfkrafa bæta þessum viðtakanda á seinni skráningar.
 2. Þetta rými mun sýna þér alla viðtakendur í boði fyrir skráninguna. Veldu þann einstakling sem þú vilt senda skráninguna á.
 3. Þegar þú ert búin að því skaltu smella á „Í lagi„. Skráningin þín hefur nú verið kláruð og þú getur smellt á „Vista“ í skráningarviðmótinu.

Ekki gleyma að samstilla tækið þitt eftir að þú hefur búið til skráninguna til þess að fá uppfærslur.

Was this article helpful?
Dislike 0