Að búa til kortaskýrslu fyrir byggingarhluta

1. Til að komast í það svæði þar sem við búum til skýrslurnar skaltu smella á hnappinn „Skýrslur“ í valmyndinni efst.
Skýrslugerðin

1. Veldu eitt eða fleiri verkefni sem þú vilt taka inn í gerð skýrslunnar
2. Ef þú vilt nota síu til að finna ákveðið fyrirtæki eða ábyrgðarmann getur þú valið einstaklinginn eða fyrirtækið hér
3. Ef þú vilt nota síu til að finna ákveðna skýrslu með BD-númeri getur þú gert það hér með því að fylgja þessum reglum:
Dæmi | Lýsing |
1 | Sýna viðhaldsverkefni fyrir öll BD-kort í aðalhópi ‘1’ |
1-3 | Sýnir viðhaldsverkefni fyrir öll BD-kort í aðalhópi ‘1’ – undirhóp ‘3’ |
1-3-4 | Sýnir viðhaldsverkefni fyrir öll BD-kort í aðalhópum ‘1’, ‘2’, ‘3’ |
1:3 | Sýnir viðhaldsverkefni fyrir öll BD-kort í aðalhópum ‘1’, ‘2’, ‘3’ |
1-3:5 | Sýnir viðhaldsverkefni fyrir öll BD-kort í aðalhópnum ‘1’, undirhópum ‘3’, ‘4’ eða ‘5’ |
1-3-4:7 | Sýnir viðhaldsverkefni fyrir öll BD-kort í aðalhópnum ‘1’, undirhóp ‘3’, byggingarhluta ‘4’, ‘5’, ‘6’ eða ‘7’ |
Þú getur einnig síað með nafni með því að skrifa inn nafn BD-kortsins sem þú vilt sía út.
4. Ef þú vilt síu með dagsetningum getur þú valið byrjunar- og lokadagsetninguna hér
5. Veldu hvaða gerð af skýrslu þú vilt
BD-korta stöðuyfirlit
Býr til töflu yfir byggingarþætti sem gerir þér kleift að hafa yfirsýn yfir öll BD-kortin eða þau sem þú síaðir út. Dæmi:

BD-kort
Prentar út BD-korta yfirlit sem inniheldur öll gögn. Dæmi:

6. Þegar þú ert búin að fylla út þær stillingar fyrir skýrsluna sem þú vilt skaltu smella á „Sækja“. Þá mun sprettigluggi birtast á hægri hlið skjásins með tengli til að hala skýrslunni niður. Þú getur einnig halað skýrslunni niður af tilkynningarsvæðinu.
