Last modified: september 6, 2021

Hvernig á að bæta teikningum við verk

Með þessum leiðbeiningum viljum við sýna hvernig eigi að hlaða upp og tengja teikningar við verk. Þetta er gert til þess að þú getir búið til skráningar.

Það fyrsta sem þú þarft að gera er að skrá þig inn í kerfið. Ef þú ert í vandræðum með að skrá þig inn skaltu smella hér til að lesa leiðbeiningar um hvernig þú eigir að skrá þig inn. Síðan skaltu opna „AjourBox“. Ef þú ert nú þegar búin að opna kerfið og skrá þig inn geturðu fundið „AjourBox“ efst á skjánum í valmyndinni.

Síðan skaltu velja verk. Til að gera það skaltu smella á „Skipta um verk“ og þar á eftir velja það verk sem þú vilt breyta teikningunum í.

Það næsta sem þú vilt mögulega gera er að setja upp uppbyggingu teikninganna. Það gerir þú með því að fara í „Teikningar verks“ á vinstri síðu AjourBox og hægri smella á nafn verksins (4). Þaðan getur þú valið hvort þú vilt setja upp nýja uppbyggingu eða hlaða inn eldri uppbyggingu. (5)

Þegar þú hefur sett upp uppbyggingu teikninganna getur þú hafist handa við að hlaða upp teikningum og skráð þær á verkið.

Til að hlaða upp, skaltu smella á takkann merktann „hlaða upp“(6). Þegar þú hefur gert það mun birtast listi af öllum teikningunum þínum (7), þú getur dregið og sleppt þeim í réttar möppur inni í svæði sem kallast „Teikningar verks“. (8)

Hafðu í huga að þú getur hlaðið upp teikningum beint út „teikningar verks„, en einnig getur þú hlaðið þeim upp í fyrirfram ákveðna möppu í verkskránum þínum undir „möppur verks„.

Was this article helpful?
Dislike 0