Last modified: ágúst 11, 2021

Almennar upplýsingar um Ajour System

Í þessari grein verða almennar aðgerðir í Ajour System útskýrðar

Flokkar

Flokkarnir eru notaðir til þess að skipta upp skráningum eftir gerðum eða verkefnum eftir skráningargerð. Flokkarnir eru notaðir til þess að skipta skráningum í fagsamninga eða verkefni eftir skráningargerð. Talan í efra hægra horni flipans gefa upp hversu margar skráningar hver flokkur innheldur

Smelltu á flokk (flipann) til þess að sjá skráningar fyrir þann flokk. Smelltu á flipann „Allir flokkar“ til þess að sjá allar skráningar fyrir valda skráningartegund.

Skráningar

Stofnaðar skráningar eru aðgengilegar í kerfisformi undir hverri skráningartegund. Undir hverri skráningu getur þú séð alla þætti verkefnisins, sem nefndir eru hér að neðan, allt eftir því hversu ítarlega skráningin hefur verið gerð.

1. Skráningarnúmer – Hver skráning fær númer sem virkar sem kennitala hennar. Ef skráningu er eytt, hverfur númerið. Númerin eru mismunandi en samfelld fyrir hverja athugasemdartegund.

2. Myndir– Hægt er að sjá hversu margar myndir eru í skráningunni. Ef þú staðsetur músarbendilinn á myndina, kemur upp gluggi sem sýnir hversu margar myndirnar eru. Ef þú smellir á myndina opnast myndin.

3. Teikning / GPS – Smelltu á „nafn teikningar“ til að sjá hvar skráningin er. Á teikningunni geta verið gular merkingar eftir því hversu mörgum merkingum hefur verið bætt við, við hverja skráningu. Númerið er kennitala skráningarinnar.

4. Frestur (Einungis í AjourInspect) – Sýnir ef og þá hvenær skráningin þarfnast svara í síðasta lagi.

5. Undirflokkur/listi– Undirflokkur / listi sýnir þau málefni / eftirlitsspurningar sem þarf að skoða við eftirlit. Efst er sá „Flokkur“ sem undiflokkurinn tilheyrir sýndur. Síðan kemur „Undirflokkur“ og þar á eftir „Listi“. Ef það er merki af þremur bandstrikum við „Listi“ merkir það að listinn er „gátlisti“. Smelltu á táknmyndina fyrir „gátlisti“ til að sjá eftirlitsáætlunina

6.Lýsing skráningarinnar – Hægt er að lýsa skráningunni í textareitnum.

7. Athugasemdir– Neðst í lýsingarreitnum eru sýndar „Nýjar athugasemdir“. Táknmyndin til hægri sýnir hversu margar athugasemdir hafa verið gerðar við skráninguna. Þú getur smellt á táknmyndina til þess að sjá eða svara athugasemdum.

8. Viðtakandi og ábyrgðarmaður – Sá sem býr til skráninguna / glósuna er alltaf „Ábyrgðarmaður“ (Sendandi)

“Viðtakandi“ (vinstri dálkur) (Einungis í inspect) er alltaf, staðlað, skráð sem sá sem bjó til skráninguna / glósuna nema „Ábyrgðarmaður“ (Sendandi) hafi bætt við „Viðtakanda“

„Viðtakandi“ er ábyrgur fyrir svari og getur annað hvort lokið eða hafnað skýrslu með því að smella á „Lokið“ eða „Hafnað“

„Ábyrgðarmaður“ er ábyrgur fyrir því að ljúka eða skila skráningunni eða jafnvel bæta við nýjum viðtakanda með því að smella á „Ljúka“ eða „Ósamþykkt“

Leita í skráningum

1.Verkefnamöppur– Undir „Verkefni“ getur þú valið þrjú undirliggjandi verkefnastig. Hafi verkefnið verið vel skipulagt frá upphafi, getur þú leitað inn í byggingarverkið og þannig fylgst nákvæmlega með skráningum í tilteknum verkhlutum.

2. Flokkar – Smelltu á flokk í flipanum til þess að velja flokk. Smelltu á flipann „Allir flokkar“ til að sjá allar skráningar

3. Staða – Smelltu á „Allt“, „Stofnað“, „Lokið“, „Hafnað“, „Ósamþykkt“ eða „Klárað“ til að velja stöðu skráningarinnar. Það er hægt að velja fleiri en eina stöðu í einu með því haka við fleiri reiti. Þegar þú hefur valið þá skráningu sem þú kýst, smelltu á „sækja“ í skráningarborðanum.

Leita af efni í skráningarborðanum

#EfniÚtskýringHvernig
1#Skráðu inn skráningarnúmerSmelltu á „Sækja“
2Teikning / GPSSkráðu nafn teikningarinnar / GPS hnitSmelltu á „Sækja“
3FresturVeldu frá og til hvaða dagsetningu í dagatalinu sem birtist. Smelltu einnig á „sýna hunsað“ til að sjá hvaða skráningar hafa farið yfir uppgefin frest.Smelltu á „Sækja“
4Undirflokkur / listiVeldu undirflokk, smelltu á „stækka síu“ sem er yfir leitarvélinni hægra megin á skjánum til að leita frekar í listunum.Smelltu á „Sækja“
5EfniSkrifaðu það sem þú vilt finnaSmelltu á „Sækja“
6Viðtakandi / ÁbyrgðarmaðurVeldu viðtakandi / ábyrgðarhafandi fyrirtæki í fellivalmyndinni, smelltu á „Stækka síu“ til að velja einnig ákveðin notenda og leitaðu með „frá“ og „til“ dagsetningum.Smelltu á „Sækja“
7ÁframsentTil að skoða áframsendar skráningar, skaltu smella á „Áframsent“ hnappinn í stöðuyfirlitinuSmelltu á „Sækja“

Stækka síu

  • Smelltu á „Stækka síu“ á hægri hluta skjásins
    • „Taka með skráningar í undirliggjandi möppur“ – sýnir skráningar fyrir allar verkefnamöppur
    • „Flokka eftir möppum“ – Skráningum verður skipt niður eftir verkefnamöppum með föstum leitarreit
    • „sýna einungis eyddum“(þarfnast sérstaks notendaleyfis)– Einungis eyddar skráningar verða sýndar

Þegar þú hefur valið leitarskilyrðin smelltu á „Sækja“ áður en skráningarnar birtast. Í stöðuyfirlitinu eru einungis þær skráningar sem hafa verið síaðar sýndar. Til að fjarlægja síuna skaltu smella á „Hreinsa síu“

Was this article helpful?
Dislike 0