Útskýring á kerfisstjórasniðmátinu

Að finna kerfisstjórasniðmátið:
1. Farðu í kerfisstjórasniðmátið með því að smella á gírstáknið og veldu „Administration“ í valmyndinni.
Helstu fjórir flokkarnir

Þetta eru fjórir meginflokkarnir í kerfisstjórasniðmátinu:
- Notendastjórnun
- Fyrirtæki
- Eignir/Verkefni
- Kerfisstillingar (Einungis sýnilegt fyrir notendur með viðeigandi heimild) .

Notendastjórnun
2.Valmynd: Hér getur þú lagað núverandi notendur, séð allar aðgangsbeiðnir, síðar eftir virkum og óvirkum notendum, afritað öll netföng notenda og sótt notendalista með öllum upplýsingum um notendurna.
3. Nýtt: Hér getur þú búið til nýjan notanda. Lestu meira um að búa til nýjan notanda hér.
4. Velja verk: Síaðu notendur eftir þeim verkum sem þeir eru tengdir við.

Fyrirtæki
5. Smelltu á „Búa til fyrirtæki“ til að bæta nýju fyrirtæki við þinn lista af fyrirtækjum.
6. Smelltu á nafn fyrirtækis, sé það nú þegar í kerfinu, til að laga upplýsingarnar um sagt fyrirtæki.

Eignir/Verkefni
7. Valmynd: Hér getur þú síað verkefnin þín eftir virkni og gerð.
8. Búa til verkefni: Hér getur þú bætt við nýju verkefni. Lestu meira um hvernig á að búa til ný verkefni hér.
9. Smelltu á verkefni, sé það nú þegar í kerfinu, til að laga upplýsingarnar um sagt verkefni, Lestu meira um það hvernig maður lagar verkefni sem er nú þegar í kerfinu hér.

Kerfisstillingar
Þessi hluti er einungis í boði fyrir þá notendur sem hafa viðeigandi heimild og leyfi.
10. Héðan getur þú breytt öllum helstu kerfisupplýsingum og líka lógóinu. Þessar upplýsingar verða sýndar á upphafssíðunni, innskráningarsíðunni og á ýmsum PDF skýrslum sem útbúnar eru í kerfinu.
11. Smelltu á „Vista“ til að vista allar breytingar.