Að koma sér af stað í AjourCollab
Það fyrsta sem þú vilt gera er að skrá þig inn í gegnum þennan tengil

Þegar þú hefur skráð þig inn þarftu að búa til nýtt verk. Skoðaðu listann yfir öll verkefnin þín með því að smella á „projects“ (2) „Projects“ finnur þú undir „Administration“ eins og (1) sýnir. Þaðan skaltu smella á „+“ hnappinn (3) til að búa til nýtt verk.

Sjálfkrafa opnast nýr gluggi sem er til þess fallinn að búa til nýtt verk. Einfaldlega fylltu inn verkupplýsingarnar og smelltu á bláa „búa til“ hnappinn í efra hægra horninu.
Innan Revit
Opnaðu Revit og verkið sem þú vilt tengja við AjourCollab. Farðu í AjourObjects borðan þar sem þú finnur einnig aðgerðir fyrir ‘AjourCollab’.
Smelltu á „Samstilla Verk“ hnappinn.

Þegar þú hefur smellt á hnappinn mun skilaboð birtast: „Verkskráin hefur ekki verið tengd við AO Collaboration“. Smelltu á ‘Ok’.

Í kjölfarið mun birtast þér listi yfir þau verk sem þú hefur aðgang að.

Þaðan þarftu að velja þau verk á listanum (1) og smella síðan á ‘Connect’ hnappinn.
Samræðubox mun þá birtast en þú þarft bara að smella á ‘Sync’.

Annað samræðibox mun þá birtast og þú smellir bara á ‘Ok’ (Nú mun samstilling magntölu eiginleika tengjast í hvert skipti sem það eru nýjir magntölu eiginleikar í Revit)

Þá ertu komin í lokastillingar. Hér skaltu einnig smella á ‘Í lagi’. Þessa stillingu þarf bara að gera við fyrstu samstillingu.

Nú hefur verkið verið sett upp og samstillt.

Þú ert nú tilbúin til að byrja að nota AjourCollab.