Last modified: janúar 8, 2022

Leiðbeiningar fyrir AjourObjects

1: Leita í flokkum

Þú getur leitað að efni með því að velja ákveðin Revitflokk. Í þessum leiðbeiningum munum við nota „Veggir“ sem dæmi.

Leita að eiginleikum og bæta þeim við

Þegar þú hefur smellt á „Veggir“ muntu finna eiginleika / breytur í tengslum við fjölskyldur og týpur sem eru sýndar í leitarvélinni.
 1. Bæta við breytu: Veldu úr fellivalmyndinni „Fjölskyldu““Týpu“ eða eiginleikabreytu sem þú vilt leita að.
 2. Þegar þú velur týpu getur þú – úr þessu sjónarhorni – séð allar eignir sem týpan hefur tengsl við.
 3. Bættu henni við með því að tvísmella eða velja eina eða fleiri og smella svo á bæta við.
 4. Leita

Molie verðgagnasafn og leit

 1. Bæta við eiginleika breytum frá Molio og leitar hlutum byggðum á eiginleikum eins og brunaflokk, líftíma o.fl.
 2. Myndir af byggingahlutum og lýsingar af uppbyggingu byggingarhlutans.
 3. Sjónarhorn af sumum eiginleikum sem valdir eru fyrir byggingarhlutana.
 4. Safn af eiginleikum fyrir valda byggingarhluta frá Molio.

AjourObjects LeitarBeta

Þetta er leitarvél sem gefur notandanum kleift að leita í mismunandi Revit flokkum. Þú getur haldið því opnu allan tíman við hliðina á Revit.

 1. Leita eftir texta
 2. Fjöldi týpa á hverri blaðsíðu.
 3. Gagnagrunnur: Hér getur þú valið þá gagnagrunni sem þú hefur aðgang að sem skulu vera teknir inn í leitina.
  1. OrganizationCT / Private cloud
  2. RevitLocal / Virk Revit skrá
  3. Framleiðendur
  4. Molio
 4. Úr þessu sjónarhorni getur þú séð Flokka, byggða á leitar niðurstöðum, sem þú getur valið til að þrengja leitina.
 5. Að fara á milli innihaldssíðna

2: Fjölskyldukerfisstjórn

Þessi hluti er einungis sýnilegur fyrir kerfisstjóra. Þurfir þú aðgang að þessu hluta kerfisins skaltu hafa samband við þinn eigin kerfisstjóra til að fá rétt notandaheimild fyrir aðganginn þinn.

Hlaða upp

Þessi aðgerð er til að hlaða upp / gefa út RVT- og RTE skrár.

Hlaða upp magni

Þessi aðgerð er notuð til að gefa út RFA og RFA skrár sem innihalda vörulista (TXT) úr möppum.

Sjá týpuyfirlit

Skannaðu verkin og berðu verkinnihaldið saman við efni í AjourObjects Private Cloudþ

Hver litur táknar stöðu upprunalegu gerðarinnar.

 • Grænn: Kemur frá AjourObjects (einkaský). sem þýðir að kennileitið er vitað og gerðum kemur frá AO skýi. Það þýðir ekki að þetta sé nýjasta útfærslan (aðeins RFA hefur útgáfunúmer)
 • Blát: Gerðin er til á skýinu en þessi gerð hefur ekki kennileiti.
 • Bleikur: Fjölskyldunafnið er vitað en ekki gerðin.
 • Appelsínugulur: Þetta eru gerðir sem eru ekki þekktar í skýinu og geta þess vegna er hægt að endurnýta suma hlutina og hlaða þeim upp í skýið.

Tafla

 1. Flokkur: Sá flokkur sem hluturinn tilheyrir.
 2. Verkfjölskylda: Nafn verkfjölskyldunnar.
 3. Verkgerð: Heiti verkgerðar
 4. AO fjölskylda: Heiti fjölskyldunnar á skýinu
 5. AO Gerð: Gerð fjölskyldunnar á skýinu
 6. Notað í verkmódeli: Ef þessi gerð er notuð í verkinu.
 7. Útgáfa: Cloud Revit útgáfan samanborin við nýjustu „Cloud Revision“.
 8. Búið til af: Notandinn sem hlóð verkinu upp á skýið
 9. Búið til: tímasetning tilbúnings.
 10. Uppfært af: Notandinn sem uppfærði Gerðina
 11. Uppfært: dagsetning uppfærslu hlutarins
 12. Staðbundin endurskoðun: Endurskoðunar númerið í Revit verkinu
 13. Cloud endurskoðun: Endurskoðunarnúmerið í AjourObjects skýinu.
 14. Er til í AO: Staða upprunalegu gerðarinnar
 15. Hvítlistun: Ef gerðin er innifalin á einum eða fleiri hvítlistum eru þeir skráðir í þessum dálk.

Stillingar

 1. Molio breytur eru teknar með þegar efni frá Molio er bætt við, sjá hlutann Færa breytur.
 2. AjourObjects styður reglur Revit. Sem dæmi verður byrjað á AjourObjects’ Arkitektar Borðanum. Það er hægt að slökkva á borðum sem notandinn notar ekki.
 3. skuli AjourObjects safna gögnum í bakgrunninum fyrir leitar vélar þegar Revit kveikir á sér. Að gera það getur bætt tímann sem það tekur að hlaða leitarniðurstöðum.

Veljir þú að haka í „Leitarvél efst“ gátreitinn mun innihalds leitarvélin haldast efst.

Breyta eiginleikabreytum

Þú getur valið að taka Moliobreytur með þegar þú bætir við. Vil að velja hvaða breytur þú vilt hafa við innsetninguna skaltu skoða ‘Breytu skipulag“ sem er neðst í stillingaglugganum.

Breytu skipulag

Hér verður þér sýnt hvernig á að skipuleggja/kortleggja Molio breytur í takt við Revit breytur. Þetta er notað til að binda saman þrívíddar og tvívíddar eiginleika sem tengjast hvor öðrum. Þessi aðgerð getur auðveldað nákvæmnisvinnu verksins með því að leyfa notandanum að finna söluhluti eða merkingar sem tengjast þrívíddar hlut fljótlega, með því að smella á hlutinn og bæta þeim beint við úr „Auka eiginleikar“.

 1. Þú getur þrengt leitina í flokka, fjölskyldur og týpur sem þurfa að vera tengd samsíða söluhlutum, skýringum og merkingum sem passa.
 2. Hér getur þú valið hvaða söluhluti, skýringar og merkingar skuli tengja saman.

Sýnishornastjórn

Gerir kerfisstjóranum kleift að sjá og flytja inn og úr sérsniðin sýnishorn af fjölskyldum.

Að svo stöddu hafa leiðbeiningar um sýnishornastjórnun ekki verið búnar til – við biðjumst innilegrar afsökunar á þessu.

3: AjourObjects kerfisstjórn

Til að fá aðgang að þessum þremur aðgerðum verður þú að hafa hlutverk kerfisstjóra í AjourObjects (Private Cloud). Þú getur skoðað leiðbeiningarnar um notendastjórnun í AjourContent.

Hlaða inn frá RVT / RTE / Revit verki / Geymslu (Warehouse).

Undir hverjum flokki getur þú fundið fjölskyldurnar. Veldu eina eða fleiri fjölskyldu – eða veldu einn eða fleiri flokk – með því að halda SHIFT inni á meðan þú velur.

Hlaða inn kerfisfjölskyldu.

Þegar notandinn hleður upp mun hann fá fullkomið yfirlit yfir það sem er nú þegar í geymslu í Cloud. Einnig mun það verk sem hlaðið var inn opnast frá þeirri fjölskyldu-geymslu sem verkið var hlaðið í.

Staðreynd: Kerfisfjölskyldur eru sjálfkrafa sýndar og settar upp í Fjölskyldugeymslu AjourObjects með því að breyta, eyða eða bæta við týpum. Mynd af Almennir veggir geymslu

Útiloka

„Útilokun“ þýðir að valin týpa verður ekki tekin með í fyrirliggjandi geymslur eða týpur úr núverandi verki.

ATH: Þessi stilling hefur ekki áhrif á verkið sem henni var hlaðið úr.

Nota nýja útgáfu

Myndin sýnir að týpan „Storefront“ er nú þegar í geymslu og að hluturinn er sýnilegur í dálkinum „Fyrirliggjandi“ (Existing) til hægri. Einnig er hægt að sjá hana í núverandi RVT / RTE skrá sem henni var hlaðið úr. Hluturinn „Storefront“ er einnig sýnilegur undir „Type Name“

Hér getur þú valið hvort þú viljir hafa „nýjan“ eða fyrirliggjandi hlut í geymslunni.

ATH: Ef týpunni hefur verið gefið nýtt nafn (re-name) á þínu svæði þarftu að ákveða hvort nýja eða fyrirliggjandi týpu nafnið skuli vera í geymslunni.

Hlaða upp magni

Smelltu á „Hlaða inn magni“ (Bulk upload) aðgerðina og veldu þá möppu á þínu svæði sem inniheldur fjölskyldur í sprettiglugganum og smelltu á „Í lagi“.

Héðan getur þú valið þær fjölskyldur / skjöl sem þú vilt hlaða upp í Cloud.

ATH: BAK-skrár og .txt skrár eru faldar. Týpur í „Týpu-listanum“ verða innifaldar þegar þú hleður upp séu þær staðsettar í sömu möppu og fjölskyldurnar. Þegar þessu er lokið skaltu smella á ‘Í lagi’.

Sért þú að hlaða upp skrá úr eldri Revit útgáfu skaltu láta kerfið uppfæra BIM hlutinn sjálfkrafa eða hoppa yfir hann. Þegar þú hefur klárað að hlaða upp muntu fá samantekt yfir það sem þú hlóðst upp.

Hlaða upp úr Fjölskylduritstjórn Revit

Þú getur hlaðið upp beint úr fjölskylduritstjórn Revit með því að smella á ‘Hlaða upp’.

Breyta, Eyða og Fjölskyldueyðing

Það eru nokkrar leiðir, fyrir kerfisstjóra, til að breyta innihaldi í AjourObjects.

Hér eru nokkrar leiðir til að vinna með innihaldið. Engin af þessum leiðum er réttari en önnur. og það fer alfarið eftir því hvernig þitt fyrirtæki velur að gefa út og skipuleggja innihaldið.

Dæmisaga: Fyrirtækjageymsla

Eigi fyrirtækið geymsluskrá sem innheldur allt efnið getur þú, sem kerfisstjóri, leiðrétt innan geymsluskrárinnar og birt hana þaðan inn í AjourObjects skýið. Lestu hlutann: Hlaða inn frá RVT / RTE / Revit verki / Geymslu

Lagfæra RFA-skrár í möppum

Ef þú ert að vinna með hugtak þar sem RFA efni innan fyrirtækisins er birt í möppum og þaðan til notenda skaltu lesa „Hlaða upp magni“.

AjourObjects Geymsla

Farðu í gegnum leitarvélina til að finna fjölskyldugeymslu. Veldu týpu og smelltu svo á lagfæra (edit).

Í kjölfarið mun geymslan fyrir „Almenna veggi“ vera halað niður. Valin týpa er valin og þú getur lagfært hana eins og venjulega.

Að lagfæringunni lokinni þarftu að smella á ‘Hlaða upp’ aftur.

Farðu í AjourObjects borðan og smelltu á ‘Hlaða upp’, og kjölfar þess á ‘Í lagi’. Týpunum í geymslunni verður hlaðið upp í Skýið og verða þar aðgengilegar öllum aðilum verksins.

Eyða og Fjölskyldueyðun

Farðu í gegnum leitarvélina í fjölskyldugeymslu og hakaðu í týpu af listanum.

Smelltu á „Eyða“ viljir þú eyða týpu. Þú þarft að vera í sömu útgáfu af Revit og týpan er. Til að sjá í hvaða útgáfu týpan er skaltu bæta „Útgáfur“ við, það finnur þú í dálknum til hægri í fellivalmyndinni undir „Bæta við breytu“.

Hægt er að eyða / fjarlægja kerfi af fjölskyldum úr geymslunni með aðgerðinni „útiloka“ á meðan þú hleður upp fjölskyldukerfum. Sjá hlutann ‘ Hlaða upp

Með því að smella á ‘Eyða fjölskyldu’ (Family Delete) getur þú eytt heilli fjölskyldu. Mundu – Geymslan og efni hennar sem fjölskyldukerfið inniheldur, eins og allir almennir veggir, mun allt eyðast með því að velja ‘Eyða Fjölskyldu’.

Was this article helpful?
Dislike 0