Að komast af stað í AjourObjects
Þetta eru leiðbeiningar um hvernig skuli fá skipulagt, gæðatryggt og opinbert efni fyrir notendur innan þíns kerfis.
Við mælum með að efninu verði viðhaldið í elstu útgáfunni af Revit sem notuð er í þínu fyrirtæki. AjourObjects er þróað með tækni til að taka til í Revit fjölskyldum og geymslum sem þýðir að efni þeirra er fljótt að uppfæra sig þegar notandi leitar að gerð í gegnum leitarvélina.
Það er efni sem verður að laga að hverri Revit útgáfu og við mælum með að hver aðlögun verði geymd í þeirri útgáfu af Revit sem hún hefur verið löguð að. Revit lætur þig vita ef efnið þarfnast aðlögunar ef það á að nota það í annarri útgáfu. Endilega hafðu samband ef þú átt mikið af þessum fjölskyldum, við notumst við ferla sem þú getur unnið með svo þú getir haft stjórn á gæðum og virkni þeirra í þesslegum tilfellum.
Að ná utan um verkferla innihaldsins
Í upphafi þarftu að finna geymslur fyrirtækisins, helst eldri verk, sem innihalda venjulega hluti sem þú notar í fyrirtækinu til að hlaða upp í AjourObjects.
Lestu „Leiðbeiningar fyrir AjourObjects“ undir hlutanum Fjölskyldustjórnun (Family administration).
Yfirlit
Notaðu „Sjá gerð yfirlit“ aðgerðina. Hún gefur þér yfirlit yfir hverju þarf að vera hlaðið upp.

Þú skalt hlaða upp efni eftir verkum þar til þú hefur hlaðið öllum kerfum og RFA fjölskyldum upp í skýið.
Hreinsa kerfisfjölskyldur
Kerfisfjölskyldum, Almennum veggjum, þökum, gólfum o.fl. hefur nú verið hlaðið upp og það eru alltof mörg afrit af þeim sem og alltof margar breytur sem ættu ekki að vera þar. Þess vegna er næsta skref að tryggja gæðin og aðlaga kerfisfjölskyldurnar að þínum kröfum og til að innihalda eiginleika staðlaðs byggingaverks.
Verkferlar án AjourCollab
Farðu í leitarvélina og opnaðu þá fjölskyldugeymslu sem þú vilt gæðastýra og aðlaga gerðir að.
Vistaðu útgáfur af fjölskyldugeymslunum hjá þér. Í skránni hjá þér skaltu eyða afritum og einkennisnöfnum, skuggum. breytum o.fl. „Create e.g. Schedules“ til að fá yfirlit yfir efni o.fl. Skráin er minnkuð og þú ert tilbúin til að þess að hlaða upp sérsniðnu og gæðatryggðu efni. Farðu í hlaða upp. Finndu fjölskylduna sem þú vilt hlaða upp í – í þessu tilfelli er það Almennir veggir. Sjá myndina að neðan
AjourObjects sýnir þér lista af fyrirliggjandi gerðum innan geymslum Ajourobjects í dálknum „Fyrirliggjandi“. Þú getur séð að þær gerðir sem þú hefur eytt úr grunnverkinu munu ekki birtast í dálknum til vinstri. Í þessu tilfelli, getur þú valið „Útiloka“ (2)
Þær gerðir sem þú hefur endurnefnt getur þú séð gamla nafnið undir fyrirliggjandi. Í þessu tilfelli skaltu velja stillinguna „Nota nýja útgáfu“ (1)

Smelltu á „Í lagi“ og lagfæringarnar eru uppfærðar í þitt ský og allir munu hafa aðgang að lagfæringum um leið
Vinnuflæði innan AjourCollab
Notaðu AjourCollab til að stjórna breytum og gildum í geymslunni. Til að AjourCollab og Objects hlaði upp gögnum um breytur verður þeim að vera deilt eða byggðar inn, þ.e.a.s. „keynote“ eða „Brunamat“.
Búðu til Revit verk án sniðmáts og vistaðu skránna á stað þar sem þú og aðrir kerfisstjórar hafa aðgang að skránni.
Í kjölfarið skaltu opna hverja AjourObjects geymslu í gegnum leitarvélina og afrita gerðirnar í tómt verk svo þær eru settar upp í lista eftir röð eins og sýnt er á myndinni.

Nú þegar allar gerðirnar eru settar upp í eina innihaldsskrá/geymslu getur þú byrjað að eyða út afritum og lagfært nöfn, skuggaskrár o.s.frv.
RFA fjölskyldur sem einnig vantar að bæta í breytur eða að leiðrétta gögn í verður einnig að bæta í verkskránna úr leitarvélinni eða á hefðbundnum máta. Mundi að byggingahluta fjölskyldurnar/gerðirnar verða að vera módel, smásöluhlutir, tögg o.s.frv. Það verður einnig að vera stillt á hefðbundið viðbót til að hægt sé að tengja þær við AjourCollab.
Gagnstjórnun með AjourCollab
Farðu í AjourCollab og búðu til nýtt verk. Úr þessu verki getur þú nú stýrt gögnum úr verk/heildar geymslu.
Stöðluð gögn
Skrifaðu athugasemd, í staðlaðri flokkun (án auðkennis) Keynote texta með lengri texta eða lagbreytu með gildislista til uppflettingar.
Í hvert skipti sem þú vilt opinbera breytingar skaltu hlaða þeim upp úr þessari skrá. Sjáðu hlutann „Hlaða upp úr RVT / RTE / Revit verki / geymslu„