Last modified: september 19, 2022

Byggingaþættir

Almennt

Hnitanetið skapar vinnslurýmið þitt. Hér vinnurðu með gæðastjórnun, lagfærir og innleiðir upplýsingar um tegundir byggingaþátta sem einstök dæmi tegunda.

Er breytan læst?

Ef breyta er læst og þú getur ekki bætt við upplýsingum er það vegna þess að breytan hefur verið stillt á samstillingu „Revit til AjourCollab“ eða er skráð sem „ritvarin“. Til að breyta þessari stillingu skaltu skoða leiðbeiningar um Breytur

Að breyta mörgum röðum í einu

Veldu margar með því að smella á „Shift“ á milli raða, þá sýna merkt svæði það sem þú hefur valið og þú getur smellt á breyturöðina og úthlutað réttu gildi frá gildislistanum.

Veldu margar eða eina röð með því að halda „ctrl“ niðri.

Yfirsýn yfir viðmót

 1. Handvirk Færsla
 2. Keynote
 3. Sameinaðar síur
  1. Flokkun
  2. Sía
 4. Sækja úr Excel
 5. Flytja yfir í Excel
 6. Læstir dálkar
 7. Flokkað yfirlit
 8. Yfirlit yfir hnitanetsgerðir
 9. Síuval

6. Læstir dálkar

Þessi eiginleiki er gagnlegur og færir þér betri yfirsýn hafir þú margar breytur festar við hnitanetið í í yfirlitinu á sama tíma.
Þú hefur því möguleikann á að læsa einum eða fleirum dálkum í hnitnetinu til vinstri.

Keynote

Í fyrsta skiptið þarftu að setja upp stillingarnar. Eftir það eru þær vistaðar.

 1. Lykilgildi: Veldu þá breytu sem þú vilt nota sem kennileiti/keynote
 2. Notaðu tegundanafn sem fyrirsögn/lýsingu á keynote textanum.
 3. Veldu breytu sem á að vera fyrirsögn/lýsing á keynote textanum.
 4. Nota einnig undirlýsingar: Já/Nei
 5. Bæta við undirlýsingu: Veldu eina eða fleiri breytu til að nota sem undirlýsingu.
 6. Innihalda vinnu: Birtir texta á undan undirlýsingunni. Það er hægt að nota það til að skilgreina t.d. hvaða samningur stýrir því sem skrifað er í undirlýsinguna.
 7. Vinnuaðskilnaður: Greinir á milli vinnu- og undirlýsinga sem hægt er að bæta við.
 8. Fjarlægja tómar línur: Ef það er einhverjar tómar línur verða þær fjarlægðar með þessari stillingu.
 9. Flytja út: Skráin verður flutt og er tilbúin til niðurhals.

Sameinaðar síur

Með þessari aðgerð getur þú valið þær síur og flokkanir sem hafa verið settar upp og vistaðar. Ef viðmótið breytist ekki þegar samsett sía er valin er það vegna þess að gögn tengd valdri stillingu, sem hefur verið sett upp, vantar.

Auk þess að geta valið samsettar síur getur þú einnig eytt núverandi síum.

Veldu flokk

Þegar þú vinnur með síur og flokkun þarftu alltaf hafa virkan flokk. Þú getur valið flokk á tvo mismunandi vegu.

Þú getur merkt flokk áður en þú ferð í síunina eða (1) leitað að flokk sem þú vilt að breytan síist eða flokkist frá.

Flokkun

Farðu í „laga flokkun“

 1. Hér getur þú sett upp flokkun með því að velja eina eða fleiri breytur úr valmyndinni til vinstri.
 2. Setja upp flokkun með draga og sleppa.
 3. Eyddu með því að smella á mínusinn (-)
 4. Vista núverandi uppsetningu
 5. Hlaða inn núverandi vistaðri flokkun
 6. Búa til nýja flokkun
 7. Margfaldaðu núverandi grunnstillingu flokka.

Almennt þegar þú vistar síu, flokkun og sameinaðar síur

Gildissvið

Kerfi: Héðan er stillingin sýnileg í öllum núverandi og komandi verkum fyrirtækisins. Hafðu í huga að breytur sem innihalda þessa stillingu verða að vera framsettar í verkum til að vera notaðar.

Verk: Er einungis sýnilegt í verki sem það var búið til í.

Framboð

Sérstilling: Sían er einungis aðgengileg fyrir mig

Almenn: Sían er aðgengileg fyrir alla

„Stilla sem sjálfgefið“ mun stilla þessa síu sem sjálfgefna þegar þú opnar hnitanetið.

Síuyfirlit

 1. Laga flokkun sía ath; þú verður að vera í yfirliti flokka í hnitanetinu til að virkja þessa aðgerð.
 2. Hlaða vistaða síu
 3. Búa til nýja síu
 4. Vista núverandi síu
 5. Margfalda núverandi síu
 6. Sameina nokkrar síur í eina
 7. Mögulegar breytur innan valds flokks, ef þú finnur ekki þá breytu sem þig vantar skaltu breyta flokknum til að passa breytunni
 8. Valdir flokkar
 9. Valdar breytur
 10. Breytusíur.
  1. Valmynd: Þú getur valið hvort þú viljir fela eina eða fleiri breytu úr yfirlitinu með því að velja á eða af í valmyndinni. Síur og hópanir virka enn jafnvel ef ein eða fleiri notaðar breytur í síunni eða flokkuninni eru faldar.
  2. Samanburður: Hér getur þú sorterað út frá hlutverkum eins og „er tengd“. „inniheldur“ eða „jafngildir“
  3. Síugildi: Með þessari aðgerð getur þú skrifað inn gildi í samræmi við ofangreindar aðgerðir. Það eru mjög margir möguleikar og engin takmörkun á flokkun eða sorteringu. Í textareitnum getur þú notað málskipunina „SQL like wildcard“. Skoðaðu þennan tengil fyrir frekari upplýsingar.
  4. Sortering: Smelltu á örina til að slökkva á eða velja átt. Þetta ræður þvi hvort þú sorterar það hækkandi eða lækkandi
Uppsetning samsettra sía

Farðu í Síuval sem er lengst til hægri á hnitanetinu

Þar skaltu velja „Sameina síu“

Veldu með því að merkja við flokk og síu sem á að sameina. Skrifaðu inn nafn og vistaðu

Færa í og úr – Excel

Sækja úr Excel

Til þess að geta notað þessa aðgerð þarftu að fara í yfirlit tegunda

Smelltu á „Sækja úr Excel“ hnappinn

Veldu skrá og smelltu á hlaða upp.

Flytja í Excel

Til að byrja með þarftu að setja upp yfirlit tegunda innan þeirra breytna sem þú vilt flytja. Síðan skaltu smella á „flytja út“ hnappinn

Veldu hvort þú vilt flytja út tegundir eða einstök dæmi. Þá skaltu smella á „flytja út“ (e. export)

Upplýsingar í sambandi við útflutning, lagfæringu og innflutning

Þessi kennileiti eru notuð fyrir innflutning og má því ekki eyða þeim.

Flokkað yfirlit

Undir hópun geta verið margir byggingaþáttaeiginleikar sem eru skráðir undir „Án gildis“ eða „Ekkert ‘xxxx'“.

 1. „Án gildis“ þýðir að byggingaþáttaeiginleikinn sem skráður er að neðan vantar gildi í breytunni á þessu stigi. Allt eftir því hversu mörg stig flokkunin hefur, mun þetta endurtaka sig á hverju stigi.
 2. Ahugaðu að ef þú úthlutar gildi mun byggingaþáttaeiginleikinn verða í kjölfarið staðsettur undir því gildi ef þú endurhleður flokkunina.
 3. „no ‘xxxx'“ – Þegar það eru byggingaþáttaeiginleikar undir „No ‘xxxx'“ í flokkuninni þýðir það að breytan, sem sýnir eða er notur á flokkastiginu, er ekki fest við breytuna sem er föst við flokk byggingaþáttaeiginleikans. Sjáðu hvernig þú leiðréttir þetta í leiðbeiningunum „Breytur

Þessi yfirlit hafa sömu aðgerðarmöguleika. Það eina sem er öðruvísi er að ein er sýnd sem niðurbrotin en hin er skilgreind við hliðina.

Skoðaðu undir flokkun um það hvernig þetta er sett upp og sameinað með síum undir sameinuðum síum.

Eiginleikar

Þú getur séð allar breytur fyrir tegundir sem einstök dæmi. Þú virkjar eiginleika með því að hægri smella eftir að hafa merkt tegund í hnitnetinu

Was this article helpful?
Dislike 0