Last modified: júní 17, 2021

Almennar upplýsingar um AjourBox

Skrásvæði


1. Yfirlitssvæði

Yfirlitsmappan er sýnileg í öllum verkum. Hér vistarðu fyrirtækjaskrár / sniðmát o.fl. Þú getur dregið og sleppt skrám / möppum í verkefnamöppur eða teikningar í verkefni. Þú þarft að hafa ákveðna heimild til þess að sjá yfirlitsmöppuna, alla jafna er það einungis hlutverkið „kerfisstjóri“ sem getur séð“

2. Útboðsmöppur

Svörtu möppurnar eru einungis sýnilegar ef útboðssniðmátinu hefur verið bætt við þitt kerfi. Þær innihalda útboðsupplýsingar fyrir núverandi byggingaverk.

3. Verkmöppur

Efsta mappan heitir alltaf það sama og nafn verksins. Allar verkskrár, skjöl og teikningar eru geymdar hér. Ajour hefur almennt yfirlit sem þú getur innleitt með því að hægri smella á músina og velja innleiða sniðmát

4. Teikningar / Skráningarblöð

Hér býrð þú til verkskipulag í því verkstigi sem þú vilt, þú getur dregið og sleppt teikningar úr verkmöppum í skráningablaða möppur – öll blöð verða þá að nýjum, sjálfstandandi afritum

1. „Valmynd“ – hér getur þú sett upp kerfið

2. Hér getur þú skipt úr einu verki í annað, allt eftir því hvað verk þú vilt skoða.

3. Hafir þú hlaðið inn þrívíddar eða IFC skrám í BIM-horfið getur þú komist beint í horfið hér

5. Magn skráa

Númerin sýna hvaða möppur innihalda skrár og hversu margar. Þetta getur komið að notum búir þú til yfirlit yfir hvar skrárnar þínar eru.

Breytingar / Útgáfur

Þegar þú hleður inn skrá sem er þegar til staðar þekkir kerfið skránna sjálfkrafa og gefur skránni breytta stöðu og dagsetningu

Hægt er að komast í fyrri breytingar / útgáfur með því að smella á skránna – „Valmynd“ – „Breytingar / Útgáfur“

UPPL: Breytingar (Stafir) eru sýnilegar öllum notendum. Útgáfur (Númer) eru ekki sýnilegar notendum með hlutverkið „Verktaki“

Was this article helpful?
Dislike 0