Last modified: apríl 22, 2022

Eftirfylgni af virku útboði

Síun útboða

Þú getur síað þau útboð sem þú fyllt sjá. Það getur verið kostur hafir þú aðgang að mörgum verkefnum og útboðum.

Smelltu á „Sía“ til að opna möguleikann á að sía útboðin.

1. Leitaðu og veldu úr hvaða verkefni þú vilt sjá útboð. Ef ekkert útboð hefur verið búið til fyrir ákveðið verkefni, verður það verkefni ekki sýnt.

2. Síaðu eftir stöðu eða gerð/lögun. Þú getur valið nokkra möguleika. Ef ekkert er valið munu öll útboð birtast.

3. Síaðu eftir stofndegi útboðsins, upphafsdegi eða skilafresti. Þú getur valið hvort þú vilt að sían sýni þér elstu eða nýjustu fyrst.

4. Veldu hvort sýnileg útboð skuli hópuð saman eftir verkefnum eða stöðu. Sé „Ekkert“ valið verða útboðin birt eftir valdri síun.

5. Þú getur vistað valdar síur svo þú fáir sömu útboð birt næst þegar þú skráir þig inn á AjourTender.

Smelltu á „Sía“ eða „Loka Síu“ til að loka glugganum. Valin Sía er nú sýnileg fyrir ofan yfirlitið. Þú getur valið að endurstilla síuna til að sýna öll útboð aftur.

Eftirfylgni af virku útboði

Til þess að geta hlaðið upp nýju útboðsefni skaltu smella á „Valmynd“ og síðan „Lagfæra

Fánarnir sjö frá því að útboðið var búið til koma nú upp aftur og þú getur farið beint í fána nr. 6, Útboðsefni.

Veldu í hvaða möppu þú vilt hlaða nýju útboðsefni upp í og smelltu á „Hlaða upp“ hnappinn. Í kerfinu er sjálfvirk endurskoðun/útgáfustjórnun og nýjar útgáfur, sem hlaðið er upp, eru sjálfkrafa skráðar sem næsta endurskoðun í röðinni og dagsetningin uppfærð. (Kerfið þekkir nafn skrárinnar og mun þess vegna sjá um útgáfustjórnunina, skáarnafnið þarf alltaf að vera það sama).

Was this article helpful?
Dislike 0