Last modified: september 7, 2021

Beinn tengill við Excel

Hér geturðu lesið um það hvernig þú notar beina tengilinn við Excel

Stillingar

Smelltu á hnappinn merktann „Stillingar

Staðlaðar tengla-breytur eins og „Kennileiti“, „Nafn„, „Eftirnafn“ og „Nafn tegundar“ eru skráðar við tengilinn með því að smella í gátlistann.

Bæta við tengla-breytu

Stillingarnar eru uppskiptar þannig að þú getur greint á milli þess hvort tenglarnir eru komandi eða farandi. Það eru tvær leiðir til að skrá tengla-breytur. Annaðhvort í gegnum fellivalmyndina eða með því að skrá sérsniðna breytu. Í fellivalmyndinni finnur þú breyturnar festar við verkið.

1. Bæta við sérsniðnu Ef þú þarft að bæta við breytu eins og t.d. „keynote“, notaðu aðgerðina „Bæta við sérsniðnu“

2. Nafn breytu: Hér getur notandinn skráð nafnið á viðeigandi breytu sem hann þarf að tengja.

3. Í kjölfarið þarf notandinn að skrá hvort breytan er atvika- eða tegunda breyta.

4. Þegar þvíer lokið skaltu smella á „Bæta við“ til að staðfesta sérsniðnu breytuna.

Eyða breytu

Breytu er eytt með því að taka hakið af breytunni í listanum og í kjölfarið smella á Ctrl+Delete á lyklaborðinu.

Virkja Beinan-tengil

Smelltu annaðhvort á „Excel til Revit“ eða „Revit til Excel“ til að virkja beina tengilinn. Við mælum með að tengja tenglana í eina átt í einu. Það er takmörkun á 20 mismunandi tengla gildum.

„Excel til Revit“ virkjar tengilinn frá Excel í Revit. Það þýðir að þegar þú ert að haka af hluti í Excel mun það einnig verða hakað af í Revit.

„Revit til Excel“ virkjar tengilinn frá Revit í Excel. Það þýðir að þegar þú ert að haka af hluti í Revit mun það einnig verða hakað af í Excel.

Was this article helpful?
Dislike 0